PDF · Útgáfa 2970-298-SKY-001-V01 — 31. maí 2019
Grein­ing á aðferða­fræði við mat á samfé­lags­legum og hagræn­um áhrif­um samgöngu­fram­kvæmda

Hefð er fyrir því að mat á samfélaglegum og hagrænum áhrifum samgönguúrbóta sé tvíþætt; annars vegar arðsemismat, þar sem oft er stuðst við hefðbundna kostnaðar- og ábatagreiningu og þættir eru verðlagðir og hins vegar mat á samfélagsáhrifum, þar sem teknir eru fyrir þættir sem erfitt eða ómögulegt er að verðleggja. Saman mynda þessi tvö aðskildu matsferli grunn til þess að líta heilsteypt á samfélags og hagræn áhrif samgönguframkvæmda. Ferlið getur í kjölfarið nýst til ákvarðanatöku. Einnig eru dæmi um að gerðar séu frekari greiningar, allt eftir markmiðum framkvæmdar hverju sinni. Er ferlinu ætlað að ná að skoða framkvæmdir út frá fleiri þáttum en einungis arðsemi og að taka tillit til allra þátta sjálfbærrar þróunar, þ.e. efnahags, samfélags og umhverfisáhrifa.

Til samanburðar við umfjöllu hérlendis var litið til Noregs og þeirrar aðferðafræði sem þar er beitt. Helsti munurinn milli Noregs og Íslands virðist við fyrstu sýn liggja í þeim yfirgripsmiklu leiðbeiningum sem norska Vegagerðin hefur gert fyrir mat samgönguframkvæmda á upphafsstigum. Í leiðbeiningunum er lögð fram aðferðafræði við slíkt mat, sem og umfjöllun um hlutverk og vægi matsins. Að auki er að finna umfjöllun um tengingu matsins við lög og reglugerðir í Noregi og þá í hvaða tilfellum slíkt mat skal fara fram. Unnin hafa verið metnaðarfull verkefni hér á landi til að skapa sambærilegar leiðbeiningar fyrir aðferðafræði en tenging matsverkefni við ferli samgönguframkvæmda og lög er oft á tíðum óljós. Af þeim sökum skortir samræmi og matsferlið er oft á tíðum unnið á mismunandi hátt. Skerpa mætti á tilgangi
og regluverki fyrir samfélagsmat á samgönguframkvæmdum almennt hérlendis og aðlaga það hverju sinni að markmiðum sínum.

Mögulegt er að rannsaka frekar hinu ýmsu mál er snerta viðfangsefnið, t.d. skoða hvernig heppilegast er að tengja matsferli við regluverk um samgönguframkvæmdir og/eða áætlanir. Einnig hvernig hægt er að aðlaga aðferðafræðina að framkvæmdum hérlendis, t.d. þeim sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en slíkar framkvæmdar koma oftar en ekki illa út í hefðbundnum arðsemisútreikningum.

Greining á aðferðafræði við mat á samfélagslegum og hagrænum áhrifum samgönguframkvæmda
Höfundur

Andri Rafn Yeoman - Efla

Ábyrgðarmaður

Þórir Ingason

Verkefnastjóri

Eva Dís Þórðardóttir

Skrá

greining-a-adferdafraedi-vid-mat-a-samfelagslegum-og-haraenum-ahrifum-samgonguframkvaemda.pdf

Sækja skrá