PDF · apríl 2017
Gildi fjár­fest­inga í samgöngu­innvið­um

Þessi skýrsla er samantekt úr meistararitgerð Þorsteins Helga Valssonar til fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, en ritgerðin fylgir með í viðauka. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að leitast við að sýna fram á hvaða áhrif fjármögnun vegakerfa hefði á hag þjóða. Settar eru fram tvær rannsóknaspurningar, annars vegar um hvernig unnt er að meta virði þjóðvegakerfisins og hins vegar hvaða þýðingu það hefði ef þjóðvegir væru hluti af efnahagsreikningi ríkisins, en ekki á kostnaðarhlið ríkisreiknings eins og nú tíðkast. Fjallað er um það í meistararitgerðinni.

Í samantektinni er meðal annars greint frá niðurstöðum spurningakönnunar, þar sem m.a. kemur fram að langflestir telja að ástand vegakerfisins sé slæmt og að meiri fjárveitingar þurfi til þess. Þá er greint frá alþjóðlegum samanburði á útgjöldum til vegamála. Fram kemur að útgjöld til vegamála séu að meðaltali hærri hér en á hinum norðurlöndunum bæði sem hlutfall af landsframleiðslu og á hverja ekna kílómetra. Í því sambandi er þó bent á að samanburðurinn gæti verið skakkur m.a. vegna mismunandi uppgjörsaðferða milli landa og ólíkra skilgreininga á viðhaldi og fjárfestingu. Þá kemur fram að fjárveitingar til vegamála hér séu minni en áður,
meðan umferðaþungi hefur aukist.

Í ályktunarkafla samantektarinnar kemur fram að niðurskurður útgjalda til viðhalds á vegum muni leiða af sér stórlega aukinn kostnað í framatíðinni. Ef fram fer sem horfir eru líkur á að vel rúmlega helmingur af öllu bundnu slitlagi vega hér á landi standist ekki viðhaldskröfur í nánustu framtíð. Fram kemur hvatning til stjórnvalda að rýna nánar í þá fjárveitingarþörf sem nú er svo mögulegt sé að minnka neikvæð áhrif í framtíðinni. Bætt utanumhald og rýni hvar fjárþörf er brýnust sé megin undirstaða þess, þar sem greina þarf hvar vegaframkvæmda er þörf og að fjármunum sé útdeilt á skilvirkan hátt. Mikilvægt er að umræða skapist um áhrif þess, til lengri tíma, að sinna ekki viðhaldi. Skýrsluhöfundar telja rétt að bæta mælikvörðum eignastýringar á virði vegakerfisins í heild sinni, en það bætir utanumhald og styður ákvarðanatöku varðandi útgjöld til vegamála.

Gildi fjárfestinga í samgönguinnviðum
Höfundur

Þorsteins Helga Valssonar - Mannvit

Skrá

gildi-fjarfestinga-i-samgonguinnvidum.pdf

Sækja skrá