PDF · mars 2012
Gæði hjóla­leiða – greið­færni öryggi og umhverfi

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður rannsóknar á gæðum hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór 2011–2012. Verkefnið var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Áður höfðu rannsakendur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til rannsóknar sem snerist um viðhorf hjólandi og akandi vegfarenda til hvers annars í borgarumferðinni. Það verkefni má líta á sem undanfara þessa.

Tilgangur verkefnisins var að þróa aðferð til að leggja mat á gæði hjólaleiða, sem nýst getur við skipulagsvinnu, stuðlað að hjólavænna umhverfi og því aukið fjölbreytni ferðamáta.

Eftirfarandi markmið voru tilgreind:
• Að móta einfalda aðferð til að meta greiðfærni, öryggi og umhverfi hjólaleiða, með hliðsjón af erlendum aðferðum og sjónarmiðum íslenskra hjólreiðamanna.
• Að prófa aðferðina með því leggja mat á gæði þeirra aðalstíga sem sýndir eru á hjólreiðakorti höfuðborgarsvæðisins.
• Að taka saman ábendingar út frá þessari vinnu um frekari þróun og útfærslu á hjólaleiðum.

Gæði hjólaleiða - greiðfærni öryggi og umhverfi
Höfundur

Karl Benediktsson, Davíð Arnar Stefánsson - HÍ

Skrá

gaedi_hjolaleida-greidf-orygg-umhv.pdf

Sækja skrá