PDF · október 2005
Forgangs­röðun í samgöng­um

Í þessari skýrslu er sett fram aðferðafræði, viðmið og líkön sem lagt er til að höfð verði að leiðarljósi svo tryggja megi hagkvæmni fjárfestingar í samgöngumannvirkjum og að gagnsæi ríki við ákvarðanatökuna. Aðferðarfræðin er kennd við félagshagfræðilega greiningu (e. Socio-Economic Analysis) þar sem leitast er við að greina áhrifa- og
ábataliði fjárfestingarverkefna sem meta má til verðs og þeirra liða sem ekki verða verðlagðir. Skýrslunni er ætlað að varða veginn sem fara þarf ef sjónarmið um forgangsröðun á grunni félagshagfræðilegra niðurstaðna verður ofan á. Slík forgangsröðun er til þess fallin að styðja ákvörðunarferla innan stjórnsýslunnar og við ákvarðanir á sviði stjórnmálanna.

Forgangsröðun í samgöngum
Höfundur

Axel Hall og Sólveig Jóhannsdóttir - Hagfræðistofnun HÍ

Skrá

forgangsrodun-i-samgongum-okt05.pdf

Sækja skrá