PDF · október 2010
Fjalla­byggð fyrir Héðins­fjarðar­göng – Samgöng­ur, samfé­lag og byggða­þróun

Skýrsla þessi er annar hluti rannsóknarverkefnisins “Skipulag á höfuðborgarsvæðinu, sjálfbær þróun í samgöngum” sem styrkt er af Vegagerðinni og er unnin af teiknistofunum Arkitektúra og Hús og skipulag. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, en vorið 2010 birtist fyrsti hluti í skýrslu þar
sem fjallað er um almenningssamgöngur. Verkefni þetta er hluti verkefnisins Betri borgarbragur, sem er rannsóknarverkefni um sjálfbærni í skipulagi. Það verkefni hlaut öndvegisstyrk frá tækniþróunarsjóði (RANNÍS) og að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands og arkitektastofurnar Gláma-Kím, Tröð, Kanon, Ask, Hús og skipulag og Arkitektúra.

Í skýrslunni er farið yfir helstu markmið og leiðir varðandi gangandi og hjólandi samgöngur í skipulagsgögnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og öðru útgefnu efni tengdu skipulagi sveitarfélaganna. Mótuð eru markmið varðandi megin samgönguæðar fyrir hjólandi og gangandi umferð og gerð er tillaga að megin stígakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Skipulag á höfuðborgarsvæðinu
Höfundur

Harpa Stefánsdóttir, Hildigunnur Haraldsdóttir

Skrá

skipul_hovudborg-sjalfb_throun-samg-afangask_okt2010.pdf

Sækja skrá