PDF · mars 2006
Ferð­ir til Reykja­víkur frá 16 lands­byggða­svæð­um – Viðhorfs­könn­un í mars 2006

Viðhorfskönnun þessi er hluti af rannsóknaverkefninu, Áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða, sem Land-ráð sf í samvinnu við IMG Gallup hefur verið að vinna fyrir samgönguyfirvöld síðustu misseri. Meginmarkmiðið með viðhorfskönnuninni er að fá nákvæmari greiningu á ferðum landsbyggðarfólks til höfuðborgarsvæðisins með mun fleiri könnunarstöðum en í fyrri könnunum, sumarferðir 2004 og vetrarferðir 2004 -2005. Í þeim könnunum var unnið með þrjá landsbyggðarkjarna, Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði, auk þriggja jaðarbyggða höfuðborgarsvæðisins, Akraness, Selfoss (Árborgar) og Reykjanesbæjar.

Ferðir til Reykjavíkur frá 16 landsbyggðasvæðum
Höfundur

Bjarni Reynarsson - Land-ráð sf

Skrá

ferdir-til-rvk-fra-16-landsbyggdarsvaedum.pdf

Sækja skrá