Þetta verkefni er framhald fyrra verkefnis sem kallaðist „Ferðir á einstakling“ (skýrsla kom út í janúar 2018). Fram hafði komið að íbúar á höfuðborgarsvæðinu fara í mun fleiri ferðir að meðaltali á dag en íbúar í samanburðarlöndunum miðað við ferðavenjukannanir. Í fyrri skýrslu kom fram að muninn mætti ekki rekja til aðferðarfræði við kannanirnar eða úrvinnslu og ekki væri ástæða til að breyta aðferðafræðinni, enda mikilvægt að gera það ekki til að niðurstöður milli
kannana séu samanburðarhæfar.
Í þessu verkefni eru skýringar á ofangreindum mun, þ.e. virkni á atvinnumarkaði, gott aðgengi að bíl auk mikillar virkni þátttakenda (fáir fara engar ferðir), skoðaðar nánar.
Skoðaðar eru tölur úr ferðavenjukönnunum frá 2011, 2014 og einkum frá 2017 og þær einnig bornar saman.
Af því sem fram kemur má nefna að flestir fara tvær ferðir á dag (25% þátttakenda). Flestar ferðir fara þeir sem eru með bílpróf og bíl til umráða. Hins vegar vekur athygli að meðalfjöldi ferða hinna hópanna (þeir sem eru án bílprófs, án bíls eða undir 17 ára) er litlu minni. Atvinnuþátttaka er hæst á Íslandi í OECD ríkjunum og atvinnuleysi minnst. Hins vegar er ekki að sjá að atvinnuþátttaka hafi ráðandi áhrif á ferðamyndun. Fólk án atvinnu virðist mjög mikið á ferðinni, þó það fari færri ferðir.
Fyrir mismunandi tilgang ferða sem tilgreindar eru í könnununum er meðalferðatími ferða heim úr vinnu (10% ferða) hæstur, enda líklegt að þær séu farnar á annatíma í
umferðinni.
GMH - VSÓ
Framhald fyrri rannsóknar