PDF · Útgáfa 22193 — ágúst 2022
Ferð­ir á einstak­ling – Ferða­venju­könn­un 2019

Árið 2019 skilaði VSÓ niðurstöðu rannsóknarverkefnis sem bar saman niðurstöður fyrri ferðavenjukannana, þar kom í ljós að einstaklingar sem eru með bílpróf og með bíl til umráða fara flestar ferðir, að atvinnuþátttaka hefur ekki ráðandi áhrif á ferðamyndun, að aukning sé hjá einstaklingum yfir 60 ára sem fara enga ferð og að algengasti tilgangur ferðar sé að fara heim úr tómstundum, afþreyingum o.þ.h. Einnig kom í ljós að hæsti meðaltími ferða var hæstur þegar einstaklingar fóru heim úr vinnu.

Nú er komið að endurgerð á þessu rannsóknarverkefni og ferðavenjukönnun 2019 borin saman við eldri kannanir. Gerðar hafa verið fimm stórar ferðavenjukannanir á
höfuðborgarsvæðinu; árin 2002, 2011, 2014, 2017 og 2019 og hafa þær skilað áþekkum niðurstöðum hvað varðar ferðir á hvern einstakling.

Meginmarkmið þessa verkefnis er því að bera saman niðurstöður ferðavenjukönnunar 2019 við fyrri ár. Það á að gera með því að
• Bera saman ferðafjölda þeirra sem hafa aðgengi að bíl.
• Bera saman ferðafjölda þeirra sem eru á atvinnumarkaði eða ekki og bera þau svör saman við OECD gagnagrunn.
• Skoða fjölda og svör þeirra sem fara engar ferðir í síðustu fjórum ferðavenjukönnunum.
• Bera saman ferðafjölda eftir fjölda í heimili.
• Skoða nánar tengsl tímalengdar ferða og fjölda ferða.

FERÐIR Á EINSTAKLING
Höfundur

HBH - VSÓ

Skrá

nr_1800_908_ferdir-a-einstakling-ferdavenjukonnun-2019.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Framhald fyrri rannsóknar