PDF · júní 2012
Ferða­venjur vetur­inn 2011-2012

Könnun þessi er unnin að frumkvæði samgönguyfirvalda og kostuð af Vegagerðinni. Þar sem Landráð sf hefur frá 2005 unnið kannanir fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum landsmanna eru til ágæt samanburðargögn til að meta hvaða breytingar hafa helst orðið á ferðavenjum landsmanna síðustu árin.

Könnunin sem fór fram í mars 2012 var netkönnun. Sá MMR um öflun upplýsinga og frumvinnslu tölfræðilegra gagna. Úrtakið var valið með tilvinjunaraðferð úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 940 manns könnuninni. Spurningalistinn samanstóð af 26 spurningum. Spurningarnar eru þær sömu og í fyrri viðhofskönnunum um ferðavenjur. Færri spurningar eru um innanlandsflug þar sem flugmálayfirvöld tóku ekki þátt í þessari könnun eins og fyrri könnunum.

Spurningar skiptast í þrjá meginflokka; ferðir út fyrir sveitarfélag (búsetusvæði), notkun innanlandsflugs og ferðavenjur innan höfuðborgarsvæðis. Könnunarstaðir eru einnig þeir sömu og í síðustu könnunum. Höfuðborgarsvæðið (skipt í 4 borgarhluta), jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins (Árborg, Reykjanesbær og Akranes) og landsbyggðarkjarnar (Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir).

Ferðavenjur veturinn 2011-2012
Höfundur

Bjarni Reynarsson

Skrá

ferdavenjur_veturinn_2011-2012.pdf

Sækja skrá