PDF · október 2008
Ferða­venjur Íslend­inga, vetur 2007-2008

Skýrsla þessi er unnin fyrir samgönguyfirvöld af Land-ráði sf í samvinnu við Miðlun ehf. Hún er kostuð af Vegagerðinni og Flugstoðum ohf. Meginmarkmið könnunarinnar var að fá skýra mynd af ferðavenjum innanlands og breytingum á þeim. Upplýsingarnar eru hugsaðar sem grunngögn við almenna stefnumótun í samgöngumálum, sérstaklega fyrir endurskoðun á samgönguáætlun.

Viðhorfskönnunin sem er símakönnun fór fram í mars og apríl 2008 og tók aðallega til tímabilsins desember 2007 til febrúar 2008. Sambærileg könnun var gerð fyrir sumarið 2007. Tóku um 750 manns í þessari könnun og var svarhlutfallið um 56%. Könnunarstaðir voru þeir sömu og í svipaðri könnun sem Land-ráð sf vann fyrir samgönguyfirvöld á vetrarferðum 2004 - 2005. Þeir eru Höfuðborgarsvæðið, Árborg, Reykjanesbær og Akranes (jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins), Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir (landsbyggðakjarnar). Þá er höfuðborgarsvæðinu skipt í 4 hluta.

Ferðavenjur Íslendinga, vetur 2007-2008
Höfundur

Bjarni Reynisson - Land-ráð sf

Skrá

ferdavenjur-islendinga-vetur-2007-2008.pdf

Sækja skrá