PDF · desember 2007
Ferða­mennska við Laka – Rann­sókn­ir á þolmörk­um ferða­mennsku á Laka­svæð­inu 2007

Í þessi skýrslu eru kynntar rannsóknir sem unnar voru á þolmörkum ferðamennsku á Lakasvæðinu árið 2007. Þolmörk ferðamennsku eru skilgreind sem sá hámarksfjöldi
ferðamanna sem getur ferðast um svæði án þess að leiða af sér óásættanlega hnignun á umhverfinu, hafa neikvæð áhrif á samfélagið eða að upplifun ferðamanna skerðist. Ekki er gert ráð fyrir að niðurstaða slíkrar rannsóknar sé einhver ein tiltekin tala sem segir til um ákjósanlegan fjölda ferðamanna á tilteknu svæði. Þess í stað er leitast við að draga fram hinar mörgu hliðar á áhrifum ferðamennskunnar sem ber að taka tillit til við skipulag og stefnumótun ferðamennsku með það að markmiði að ekki sé farið fram úr þolmörkum viðkomandi svæðis.

Verkefnið er unnið sem forrannsókn að stærra verkefni, sem hefur að meginmarkmiði að afla þekkingar sem nýtist við gerð landnýtingaráætlunar fyrir ferðamennsku og mun fyrsti áfangi þess taka til suðurhluta hálendis Íslands. Meginmarkmið forverkefnisins er hins vegar að greina og móta aðferðir sem nýtast við mat og greiningu á þolmörkum ferðamennsku við þær séríslensku aðstæður sem hér ríkja.

Ferðamennska við Laka
Höfundur

Anna Dóra Sæþórsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson - Háskólasetrið á Höfn

Skrá

ferdamennska_utivist_laka_lokaskyrsla.pdf

Sækja skrá