PDF · Útgáfa 2970-314-V01 — 27. september 2020
Félags­leg vist­ferils­grein­ing s-LCA Rann­sóknar­verk­efni – Breikk­un Suður­lands­vegar

Markmið þessa verkefnis var að ráðast í heimildavinnu til að meta hvort aðferðafræði félagslegrar vistferilsgreiningar henti verkefnum Vegagerðarinnar á Íslandi. Skoðuð voru hvaða gögn væru til staðar sem gagnast slíkri greiningu og hvaða nauðsynleg gögn vantaði. Einnig var skoðað hvernig aðferðafræðin samræmdist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nýta aðferðafræði félagslegrar vistferilsgreiningar til að meta jákvæð og neikvæð félagsleg áhrif framkvæmda á vegum Vegagerðarinnar á samfélagið. Einnig getur Vegagerðin nýtt sér þá mælikvarða sem aðferðin tekur á með markvissum hætti í framkvæmdum, t.d. strax þegar verkefni eru skilgreind eða sem kröfur inn í útboðsgögn viðkomandi verks. Umhverfismatsferli framkvæmda felur í sér samráð við hagsmunahópa, en félagsleg vistferilsgreining leggur einnig áherslu á slíkt samráð. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar er gerð krafa um að viðkomandi aðilar uppfylli öll íslensk lagaákvæði sem taka á öllum helstu þáttum félagslegrar vistferilsgreiningar, þ.e. mannréttindi, vinnuaðastæður, heilsa og öryggi, menningararfur, stjórnunarhættir sem og félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Hins vegar er ekki í öllum tilvikum virk eftirfylgni hjá Vegagerðinni með því að viðkomandi kröfum sé hlítt af þeim verktökum/þjónustuaðilum sem vinna fyrir Vegagerðina. Í skýrslunni eru tilgreind tækifæri Vegagerðarinnar til úrbóta í tengslum við samfélagslega ábyrgð í framkvæmdum.

Félagsleg vistferilsgreining s-LCA Rannsóknarverkefni - Breikkun Suðurlandsvegar
Höfundur

Eva Yngvadóttir - Efla

Verkefnastjóri

Páll Valdimar, Kolka Jónsson

Skrá

nr_1800-721_felagsleg-vistferilsgreining-slca.pdf

Sækja skrá