PDF · febrúar 2014
Félags­hagfræði­leg grein­ing á fram­tíð áætl­unar­flugs innan­lands

Markmið þessarar úttektar er skoða áætlunarflug innanlands út frá hagrænum og samfélagslegum sjónarhornum. Tilgangurinn er annars vegar að kanna hagkvæmni innanlandsflugvalla og áætlunarflugsins og hins vegar að svara því hvaða áhrif áætlunarflugið hefur á búsetugæði á þeim svæðum sem í dag njóta áætlunarflugs. Í þessu felst, með öðrum orðum, að reyna að varpa ljósi á það hverjar samfélagslegar afleiðingar yrðu fyrir íbúa á nærsvæði flugvallar ef áætlunarflugi þangað yrði hætt. Samfélagslegar afleiðingar eru skoðaðar með hliðsjón af eftirfarandi þáttum: Heilsu og öryggi, möguleikum til menntunar, atvinnu og atvinnutækifæra, aðgengi að þjónustu,
aðgengi að menningu og afþreyingu, og fjölskyldutengslum.

Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands
Höfundur

Ásta Þorleifsdóttir, Vilhjálmur Hilmarsson - Innanríkisráðuneyti

Skrá

greining_a_framtid_innanlandsflugs.pdf

Sækja skrá