PDF · febrúar 2002
Félags- og efna­hags­leg áhrif samgöngu­bóta

Í þessari skýrslu er leitast við að setja fram og þróa matsaðferðir sem nota má til að spá fyrir um félagsleg og efnahagsleg áhrif samgöngubóta í vegakerfinu. Fullyrða má að það eru einmitt hin væntu félags- og efnahagslegu áhrif sem eru grundvallarforsenda allra vegaframkvæmda. Samgöngur eru enda ekki markmið í sjálfu sér heldur leið til að ná tilteknum markmiðum um samskipti fólks eða flutning á varningi milli staða. Í ljósi þess er því mikilvægt að hin félagslegu og efnahagslegu áhrif séu sem best þekkt fyrirfram. Slík þekking getur augljóslega orðið til að treysta grundvöll ákvarðanatöku um hvaðeina er varðar samgöngumál, til dæmis við leiðaval og forgangsröðun framkvæmda eða til að ákvarða hvort yfirhöfuð skuli ráðist í tilteknar framkvæmdir.

Félags- og efnahagsleg áhrif samgöngubóta
Höfundur

Kjartan Ólafsson og Hjalti Jóhannesson - RHA

Skrá

6-04-2001.pdf

Sækja skrá