PDF · Útgáfa 2970-299-SKY-001-V01 — 30. maí 2019
Borgar­lína og hjól­reiðar – Samþætt­ing almenn­ings­samgangna og hjól­reiða

Markmið þessa verkefnis var að skoða hvað þarf til þess að hjólreiðar styðji við notkun hraðvagnakerfis. Það er meðal annars metið út frá hjólaleiðum og innviðum á stöðvum hraðvagnakerfisins. Bent er á að mikilvægt er að huga að samræmingu þessara samgöngukerfa strax á skipulags- og hönnunarstigum. Í verkefninu er þetta m.a. skoðað í tengslum við væntanlega Borgarlínu.

Fjallað er um þær skipulags- og hönnunarforsendur sem þarf að hafa í huga til að ná markmiðum um samþættingu ferðamátanna og aukna notkun vistvænni samgöngumáta. Í því sambandi voru skoðuð gögn frá Istitute for Transportation and Development Policy (ITDP). Annars vegar er rit frá þeim með alþjóðlegum leiðbeiningum um hönnun hraðvagnakerfa og hins vegar gátlisti með stigagjöf varðandi atriði sem snúa að skipulagningu, hönnun og rekstri hraðvagnakerfa. Þá eru rýnd tvö kerfi hraðvagna/léttlesta, annars vegar í Björgvin í Noregi og hins vegar Ottawa í Kanada, sem bæði leggja áherslu á samþættingu ólíkra ferðamáta, og þau m.a. borin saman við megin hjólaleiðir í borgunum tveimur. Fyrirætlanir um uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu voru rýndar á sama hátt.

Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur meðal annars fram að út frá leiðbeiningariti ITDP og skoðun í Björgvin og Ottawa er mikilvægt að leiðir hjólreiða og hraðvagna liggi samsíða. Þetta atriði er líka uppfyllt varðandi fyrirhugaða Borgarlínu, einkum þegar hún liggur um miðkjarna. Þá er bent á nokkur atriði sem lúta að innviðum á stöðvum Borgarlínu, sem geta orðið til að hjólreiðar styðji við notkun kerfisins. Þar er meðal annars rætt um aðstöðu fyrir hjólageymslu, aðgengi fyrir hjól að vögnum (ef leyfilegt verður að taka þau um borð), hugsanleg deilihjól eða hjólaleigur við stöðvar, samþætta gjaldtöku og skilvirka upplýsingagjöf.

Í skýrslunni er settur fram drög að gátlista sem nýst getur til að ganga úr skugga um að þau atriði, sem þarf til að styðja við samþættingu hraðvagnakerfis og hjólreiða, séu
uppfyllt.

Borgarlína og hjólreiðar - Samþætting almenningssamgangna og hjólreiða
Höfundur

Andri Rafn Yeoman

Ábyrgðarmaður

Þórir Ingason

Verkefnastjóri

Jóhanna Helgadóttir

Skrá

borgarlina-og-samthaetting-hjolreida.pdf

Sækja skrá