Rannsókn þessi fjallar um arðsemi fjárfestinga í vegagerð. Því almenna verkefni hafa verið gerð góð skil í Noregi og er handbók Norðmanna HB 140 góður vitnisburður um þá vinnu. Við rannsóknarvinnuna í þessu íslenska verkefni hefur verið lögð áhersla á að fá fram tölur fyrir kostnaðarliðina km-gjald og tímagjald. Ný tafla um km-gjald er hér sett fram. Um forsendur fyrir gildi í töflunni er fjallað í kafla 3.2. Það skal tekið fram, að þetta er áfangaskýrsla og því er þessi tafla sett fram til bráðabirgða.
Stefán Einarsson, Haraldur Sigþórsson
Áfangaskýrsla: Greining kostnaðarliða umferðar (km- og tímagjald)