PDF · Útgáfa NattSA 2015-02 — 31. mars 2016
Áningar­stað­ir og örugg vegút­skot á Suðaustur­landi

Vegagerðin hefur um árabil útbúið áningarstaði við hringveginn sem eru ætlaðir vegfarendum til hvíldar, vegupplýsinga og fræðslu. Þeim er oft valin staðsetning þar sem útsýni, umhverfi eða menning teljast athyglisverð. Markmið verkefnisins, sem hér er greint frá, var tvíþætt: a) að draga saman ábendingar um tíu mögulega áningarstaði við hringveginn á Suðausturlandi og b) hugmynd að áherslutengingu (þematengingu) þeirra auk annarra sem þegar eru til staðar á þeim vegkafla. Áherslurnar skyldu taka mið af því sem höfðar til ferðamanna, t. d. áhugavert myndefni við hringveginn, athyglisverðar jarðmenjar, lífríki og menning. Á Suðausturlandi liggur ein fegursta vegleið á Íslandi vegna fjölbreytileika lands og stórbrotins útsýnis til fjalla og jökla. Með áherslutengdum áningarstöðum getur þessi hluti hringvegarins tekið að sér hlutverk útsýnis- eða ferðamannavegar án þess að koma niður á umferðaröryggi eða kosta þurfi miklum fjármunum til. Ástæða er þó til að fjölga áningarstöðum, þó ekki væri nema í lágmarksstærð, því ferðamenn stöðva gjarnan á ferð sinni vegna áðurgreindra þátta. Með fjölgun vegútskota á vel völdum stöðum má halda áfram að reyna að draga úr þeirri hættu sem skapast hefur undanfarin ár hefur vegna þess að ferðamenn stöðva bíla á vegi eða vegöxl til þess að taka myndir. Þar vinni saman akstursöryggi á hringveginum en jafnframt að auka við ánægju ferðalanga af vegleiðinni sjálfri.

Áningarstaðir og örugg vegútskot á Suðausturlandi
Höfundur

Snævarr Guðmundsson, Kristín Hermannsdóttir og Reynir Gunnarsson - Náttúrustofa Suðausturlands

Skrá

aningastadir-og-orugg-vegutskot-a-sa-land.pdf

Sækja skrá