PDF · Útgáfa 2970-244-SKY-001-V09 — 11. apríl 2019
Almenn­ings­samgöngur – hvaða þætt­ir skipta máli á höfuð­borgar­svæð­inu

Markmið verkefnisins er að leita svara við spurningunni um hvaða þættir skipta meira máli en aðrir við gæði almenningssamganga á höfðuborgarsvæðinu til þess að fleiri
kjósi að nýta sér þær. Gerð var viðhorfskönnun (á vegum Maskínu) á ferðavenjum í búa höfðuborgarsvæðisins vorið 2018 til að reyna að svara þessum spurningum.

Meðal þeirra niðurstaðna sem fram komu í könnuninni og kemur kannski ekki á óvart, var að aukinn ferðatíðni, styttri ferðatími, ódýrara fargjald og bættur greiðleiki við
skiptingar eru þær úrbætur sem skipta svarendur mestu máli. Þá kemur fram að notkun almenningssamganga er hærri eftir því sem fleiri leiðir Strætó má finna í göngufæri við heimili, þannig að notkun helst í hendur við þjónustustig. Einnig kemur fram að ef fleiri fyrirtæki myndu bjóða upp á samgöngusamninga gæti það orðið til þess að fleiri sjái sér hag í að kaupa árskort í strætó og þannig myndu fleiri kjósa þann kost.

Varðandi ferðatíma kom fram að ríflega fjórðungur svarenda telja að Strætó megi ekki vera meira an 5-10 mín lengur á leiðinni til að hann sé valinn fram yfir einkabílinn. Hins vegar hafa kannanir sýnt að ferðatími með strætó er yfirleitt 10 mín lengri en með bíl, þannig að hann er of langur til að stór hlutu fólks sé tilbúið að breyta ferðavenjum sínum.

Almenningssamgöngur - hvaða þættir skipta máli á höfuðborgarsvæðinu
Höfundur

Daði Baldur Ottósson, Sólrún Svava Skúladóttir, Bergþóra Kristinsdóttir

Verkefnastjóri

Daði Baldur Ottósson

Skrá

almenningssamgongur-hvada-thaettir-skipta-mali-a-hofudborgarsvaedinu.pdf

Sækja skrá