PDF · Útgáfa 2970-245-SKY-001-V01 — 15. apríl 2019
Almenn­ings­samgöngur á landsvísu. Núver­andi staða, ávinn­ingur af nýtingu og þróunar­mögu­leikar

Í þessari skýrslu var unnið að því að safna saman upplýsingum um almenningssamgöngur á landsvísu óháð því hvort þær væru í lofti, legu eða láði. Safnað var saman upplýsingum um farþegafjölda Strætó bs. á landsbyggðinni, innanlandsflugvalla og ferjusiglinga og þær greindar frekar. Farið var yfir núverandi stöðu almenningssamgangna á landi, stöðu innanlandsflugs og stöðu ferjusiglinga. Að auki var gerð greining á tengingum á milli mismunandi ferðamáta almenningssamgangna, þ.e. tengingar við hafnir sem sinna ferjusiglingum og tengingar við innanlandsflugvelli. Gerð var nánari greining á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra á núverandi ástandi og gæðum almenningssamgangna þar sem þjónustukjarnar voru greindir og þjónustustig metið. Þá voru gerðar tillögur að úrbótum fyrir almenningssamgöngur í landshlutanum.

Almenningssamgöngur á landsvísu. Núverandi staða, ávinningur af nýtingu og þróunarmöguleikar
Höfundur

Sólrún Svava Skúladóttir, Daði Baldur Ottósson, Hlöðver Stefán Þorgeirsson - Efla

Verkefnastjóri

Bergþóra Kristinsdóttir

Skrá

almenningssamgongur-a-landsvisu_skyrslan_loka.pdf

Sækja skrá