Í þessum öðrum áfanga rannsóknaverkefnisins, Áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða, er að finna niðurstöður viðhorfskönnunar á ferðum fólks út fyrir sitt búsetusvæði veturinn 2004 – 2005 og samanburð við fyrri könnun Land- ráðs sf á ferðum sumarið 2004. Verkefnið er unnið fyrir Samgönguráð af Land- ráði sf í samvinnu við IMG Gallup og er það kostað af Vegagerð og Flugmálstjórn. Í báðum könnunum kemur greinilega í ljós hve hreyfanleiki fólks er mikill og ferðir út fyrir búsetusvæði tíðar. Það mun fyrst og fremst vera mikil bílaeign og batnandi þjóðvegakerfi sem skýrir þennan mikla ferðafjölda, bæði hvað varðar vinnuferðir og skemmtiferðir.
Bjarni Reynarsson - Land-ráð sf