PDF · júní 2013
Áhrif þunga­takmark­ana á vegum – Kostn­aðar­grein­ing helstu flutn­ings­leiða

Eftirfarandi rannsókn er athugun á hagkvæmni þess að styrkja vegi á helstu flutningsleiðum svo draga megi úr þungatakmörkunum. Yfir vetrartímann og á vorin getur skapast svokallað þíðuástand á vegum. Við slíkt ástand dregur mjög úr burði vega og aukin hætta skapast á skemmdum vegna umferðarálags frá þungri umferð. Á þessum þíðutímabilum eru settar á þungatakmarkanir sem takmarka öxulþunga við 10 tonn. Við slíkar aðstæður lækkar leyfileg heildarþyngd flutningabíla og því geta flutningsaðilar þurft að flytja farm í fleiri ferðum en gerist við eðlilegar aðstæður. Það getur skilað sér í auknum kostnaði út í samfélagið.

Rannsóknin byggir á rýni vísindagreina, gögnum frá Vegagerðinni um ástand vega ásamt skráningu þungatakmarkana. Einnig er stuðst við upplýsingar frá flutningsaðilum varðandi flutning og akstur.

Áhrif þungatakmarkana á vegum - Kostnaðargreining helstu flutningsleiða
Höfundur

Árni Snær Kristjánsson - HR

Skrá

ahrif_thungatakmarkana_a_vegum-kostnadargreining_helstu_flutningaleida.pdf

Sækja skrá