PDF · Útgáfa 1800-536 — september 2016
Aðgengi fólks með fötlun að almenn­ings­samgöng­um á landi – staða mála og mögu­legar úrbætur

Rannsóknarverkefni þessu er ætlað að varpa ljósi á löggjöf sem varðar möguleika fólks með fötlun til að notfæra sér almenningssamgöngur á landi, núverandi ástand aðgengismála að þeim samgöngumáta og mögulegar úrbætur til framtíðar. Ennfremur er staða mála skoðuð á vettvangi með sérstakri áherslu á almenningssamgöngur í dreifbýli.

Stefnumörkun stjórnvalda um aðgengi fólks með fötlun að almenningssamgöngum og útfærsla þeirra reglna varðar miklu um möguleika þessa hóps á að komast á milli staða og lifa sjálfstæðu lífi og auka þannig lífsgæðin.

Þetta rannsóknarverkefni snýr m.a. að því að setja fram raunhæfar tillögur til úrbóta sem geta orðið til að skapa grundvöll fyrir þróun almenningssamgangna hér á landi þannig að gætt sé hagsmuna fólks með fötlun svo að það geti nýtt sér þær til jafns við aðra.

Aðgengi fólks með fötlun að almenningssamgöngum á landi - staða mála og mögulegar úrbætur
Höfundur

Birna Hreiðarsdóttir, Harpa Cilia Ingólfsdóttir - Norm ráðgjöf og Algild hönnun & Aðgengi

Skrá

adgengi_folks_med_fotlun_ad_almenningssamgongum_sept_2016.pdf

Sækja skrá