PDF · desember 2010
Fjalla­byggð fyrir Héðins­fjarðar­göng – Samgöng­ur, samfé­lag og byggða­þróun

Ólafsfjörður og Siglufjörður hafa um langt skeið þurft að glíma við hnignun í frumframleiðslu og umtalsverða fólksfækkun sem dregið hefur úr lífsgæðum á svæðinu. Vonast er til að með göngunum verði þessari þróun snúið við og er það ein meginröksemdin fyrir þeirri umtalsverðu fjárfestingu sem í þeim felst. Hér er því á ferðinni einstakt tækifæri til þess að meta árangur af slíkum stórframkvæmdum í þágu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja. Rannsóknarverkefninu Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga er ætlað að leggja heildstætt mat á stöðu Fjallabyggðar og þær breytingar sem vænta má á samgöngumynstri, búsetuþróun, efnahagslífi, opinberri þjónustu og félagslegum auði í kjölfar opnunar ganganna. Jafnframt er verkefninu ætlað að styrkja fræðilegan grundvöll fyrir mat á samfélagslegum áhrifum jarðgangagerðar á landinu almennt.

Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng
Höfundur

Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn H. Stefánsson - HA

Skrá

fjallabyggd-fyrir-hedinsfjardarg-byggdathroun.pdf

Sækja skrá