Tilgangur verkefnisins er að kanna virkni efnisins Innerseal í brúarsteypum í sjávarfalla-umhverfi. Hér á landi er steinsteypa í sjávarfallaumhverfi undir miklu álagi frá umhverfinu. Veðráttan getur verið mjög umhleypingasöm og frost/þíðu-skipti því algeng. Auk þess gengur klóríð inn í steypuna sem veldur hættu á tæringu bendistáls.
Innerseal er efni sem hefur verið markaðsett til þess að bera á og þétta yfirborð steinsteypu og draga úr leiðni (e. permeability) steypunnar. Vatn og klóríð eru helstu áhættuvaldar varandi endingu steinsteypu. Með því að þétta yfirborð steinsteypu er dregið úr vatns- og klóríðleiðni inn í steypu. Þar með er viðhaldsfrí ending viðkomandi mannvirkis aukin margfalt. Rannsóknarspurningarnar sem leitað er svara við í verkefninu eru:
1. Hver eru áhrif Innerseal á brúarsteypu með tilliti til klóríðleiðni?
2. Hvaða áhrif hefur Innerseal á klóríðleiðnistuðul brúarsteypu og hver eru áhrifin í árum á svokallað „time to corrosion“.
Gísli Guðmundsson