PDF · Útgáfa Nr 1800-990 — 31. mars 2024
Tölu­legt reiknilík­an til að herma jarð­skjálfta­svörun á járn­bent­um stein­steypt­um stoð­vegg

Meginmarkmið rannsóknarverkefnis var að byggja upp færni og reynslu til að beita þróuðum reiknilíkönum til að herma og greina ólínulega hegðun járnbentra steinsteyptra burðarveggja, sem eru annars vegar útsettir fyrir stigvaxandi stöðuálagi og hins vegar stigvaxandi kviku álagi. Rannsóknaáætlunin gerir ráð fyrir að nota svokallað bitastangalíkan (e. Beam-Truss model) til að herma tvær ólíkar rauntilraunir þar sem prófstykki eru prófuð til brots á tilraunastofum. Skynjarar eru notaðir til að skrá krafta, færslur og streitur til að kortleggja svörun prófstykkjanna sem síðan má nota við samanburð á hermdri og mældri svörun. Framvinda sprungumyndanna og skemmda er könnuð með myndtækni og ástandsskoðunum. Önnur tilraunin sem var hermd var framkvæmd á Íslandi en hin á hátækni rannsóknastofu í Portúgal.

Skjámynd 39
Höfundur

Ching-Yi Tsai, Stefán Grímur Sigurðsson, Bjarni Bessason, Dórótea Höeg Sigurðardóttir og Ólafur Sveinn Haraldsson

Skrá

nr_1800_990_tolulegt-reiknilikan-til-ad-herma-jardskjalftasvorun-a-jarnbentum-steinsteyptum-stodvegg.pdf

Sækja skrá