PDF · Útgáfa Nr 1800-780 — 3. júní 2024
Sigmæl­ing með Lidar á dróna – sigmæl­ingar á Kjalar­nesi

Sig á jarðvegi er talsvert algengt við vegagerð á Íslandi. Hingað til hafa sigmælingar að mestu leyti farið fram með sigplötum og sigslöngum. Þær mælingar sýna eingöngu nokkra mælipunkta. Verkís, í samstarfi við Svarma, fékk samþykkta styrkumsókn árið 2020 til að mæla sig í fergingu á mýrarsvæði með því að nota LiDAR skanna sem festur er á dróna. Rannsóknarsvæðið er ferging vegna vegagerðar á Kjalarnesi. Tilgangur með verkefninu er að skoða hvort hægt sé að nota dróna með LiDAR (light detectiona and ranging) skanna til meta sig á framkvæmdasvæðum í stað þeirra aðferða sem nú eru notaðar, eða sem stuðningur við núverandi aðferðir. Núverandi aðferðir eru meðal annars sigplötur og sigslöngur sem komið er fyrir í fyllingum.

Skjámynd 33
Höfundur

Sólveig Kristín Sigurðardóttir

Skrá

nr_1800_780_sigmaelingar-med-lidar-a-drona.pdf

Sækja skrá