PDF · Útgáfa Nr 1800-971 — 7. mars 2024
Notk­un aflög­unar­mæla (shape array) í Þorskafirði

Aflögunarmæli (e. shape array) var komið fyrir undir vegfyllingu í Þorskafirði til að mæla sig. Þar sem aðstæður voru erfiðar og sigmælingar mikilvægar í framkvæmdinni, var ákveðið að ráðast í þetta tilraunaverkefni. Þetta er fyrsti mælinn af þessu tagi sem settur er upp á Íslandi til að mæla lóðrétta jarðvegsaflögun á láréttan flöt, en aðferðin er þekkt erlendis og hefur m.a. verið notuð í Noregi vegna sjófyllinga. Mælinn var 50 m langur, með 1 m einingum, komið fyrir í rás -0,5 m.y.s., mælt sjálfvirkt á 4 tíma fresti og niðurstöður sendar beint upp í skýjalausn þannig að fylgjast mætti með siginu.
Niðurstöður mælinganna voru bornar saman við mælingar á hefðbundnar sigplötur og er góð fylgni á milli mæliaðferðanna. Með þessari aðferð er hægt að fylgjast mun betur með sigi, spara vinnustundir, ná fram hagkvæmni í framkvæmdinni með minni tíma ef sig kemur hratt fram og lengri tíma ef vegfylling er óstöðug. Einnig má auðveldlega færa rök fyrir því að með tíðari mælingum, t.d. með aflögunarmæli prófuðum hér, megi minnka áhættu á skerbroti í undirlagi vegna yfirálags á vegstæði, sem stuðlar að stöðugra og endingabetra mannvirki.

Skjámynd 15
Höfundur

Þorbjörg Sævarsdóttir, Eggert Guðmundsson, Oddur S. Hagalín, Reynir Georgsson, Sigurþór Guðmundsson og Guðmundur Ingi Guðmundsson

Skrá

nr_1800_971_notkun-aflogunarmaela-shape-array-i-thorskafirdi.pdf

Sækja skrá