Tilgangur rannsóknaverkefnisins er að auka skilning á hegðun steinsteyptra brúa undir stigvaxandi álagi allt að brotmörkum, þá sérstaklega skúfhegðun járnbentra steypubita. Markmiðið er að herma með tölvutækum reiknilíkönum hegðun á brúnni yfir Steinavötn sem skemmdist í aftakaflóðum haustið 2017 og var metin ónýt eftir þá atburði. Brúin var prófuð til brots sumarið 2019 þar sem mikilvæg gögn voru skráð áður en hún var rifin og fjarlægð af upprunalegu brúarstæði.
Dórótea Höeg Sigurðardóttir, Bjarni Bessason, Ching-Yi Tsai, Guðmundur Valur Guðmundsson, Ólafur Sveinn Haraldsson og Þorkell Jón Tryggvason
nr_1800_946_brotskufaraun-notud-til-burdarvirkisaudkenningar-a-steinsteyptri-bitabru-yfir-steinavotn.pdf
Sækja skrá