Í þessari rannsókn var skoðaður beygjutogstyrkur trefjastyrktra steyptra bita með því að bæta fyrirfram ákveðnu hlutfalli af basalttrefjum í steypublöndurnar. Tvær gerðir af staðlaðri C30/37:XC1-S2-8/16 og C50/60 XC1-S4-0/8 steinsteypu voru notaðar í þessari rannsókn með stærð steinefna 8/16 mm og hin með steinefna stærð takmörkuð við 0/8 mm. Í rannsókninni voru einnig notaðar tvær mismunandi gerðir af basalttrefjum: annarsvegar Reforcetech minibar sem er stíf basaltstöng með þvermál 0,72 mm og lengd 50 mm og hinsvegar Basaltex BCS17-25.4-KV1 er 30 mm að lengd með flatt þversnið 0,017 × 4 mm. Prófunaraðferðin sem notuð var í rannsókninni mælir beygjutogstyrk trefjabentrar steinsteypu. Prófunaraðferðin sem notuð var í rannsókninni mælir beygjutogstyrk trefjabentrar steinsteypu.
Birgir Leó Ólafsson