PDF · Útgáfa 1325VG-1800/903 Áfangaskýrsla — 24. febrúar 2023
Skað­legar leir­steind­ir í steinefni fyrir klæð­ingar

Safnað hefur verið steinefnasýnum úr fimm námum og hlutsýni útbúin úr efni sem hefur farið í viðloðunarpróf. Tveimur aðferðum með bláma litarefni var beitt; Þunnsneiðar af steinefnakornum voru litaðar með litarefninu; og staðlað blámapróf var gert á fínefnum. Jafnframt voru skaðlegar leirsteindir greindar í röntgengreini (XRD). Fyrirliggjandi niðurstöður gefa tilefni til að halda áfram þessum rannsóknum og þá einkum með ólitaðar og litaðar þunnsneiðar í bergfræðismásjá. Markmiðið er að fá betri innsýn í hvaða fasar litast og dreifingu þeirra.

Skaðlegar leirsteindir í steinefni fyrir klæðningar
Höfundur

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Erla María Hauksdóttir

Verkefnastjóri

Hafdís Eygló Jónsdóttir og tengiliður Vegagerðarinnar

Skrá

nr_1800_903_skadlegar-leirsteindir-i-steinefni-fyrir-klaedingar_ferdalag-til-ad-finna-bestu-greiningaradferdirnar-afangaskyrsla-1.pdf

Sækja skrá