PDF · mars 2023
Samband hreyf­inga á vegstæði við Siglu­fjarðar­veg í Almenn­ingum og veður­fars­þátta

Siglufjarðarvegur sem liggur um vestanverðan Skagafjörð um Almenninga í Fljótum er
mikilvæg samgönguæð fyrir allan Tröllaskaga. Allt frá lagningu vegarins árið 1968 hefur
viðvarandi jarðsig valdið miklum áskorunum Vegagerðar. Jarðsigið er bundið við þrjú
berghlaup sem kortlögð hafa verið á um 5-6 km löngum kafla allt frá Hraunum í suðri að
Almenningsnöf í norðri. Virkni berghlaupanna er breytileg eftir tíma og staðsetningu og er
talið að veðurfarsþættir á borð við úrkomu og leysingar hafi mikil áhrif á þessa virkni. Í
þessari skýrslu er fjallað ítarlega um þekkta atburði tengda aukinni virkni í berghlaupum
Almenninga og rýnt í tengsl þeirra við veðurfarsþætti. Þekktir atburðir voru skráðir niður á
kerfisbundinn hátt og voru 50 atburðir skráðir frá tímabilinu 1916 - 2020. Unnið var með
hita- úrkomu- og vindgögn úr fimm veðurstöðvum frá árunum 1950 til 2021 ásamt því að
ritaðar heimildir úr Veðráttunni voru nýttar til stuðnings. Niðurstöður sýndu að af 50
skráðum atburðum voru 36 þeirra tengdir úrkomu eða leysingum en aðeins 1 atburður sýndi
ekki tengsl. Eftir voru 13 atburðir sem ýmist spönnuðu löng tímabil eða voru ekki tímasettir
og því ógerlegt að segja til um tengsl. Þessi skýrsla er ætluð sem gagnagrunnur að ítarlegri
rannsóknum á þessum þáttum og veitir því ítarlega og sjónræna yfirsýn yfir öll þau gögn
sem til eru um þessa ferla í Almenningum.

samband hreyfinga á vegstæði við siglufjarðarveg og veðurfarsþátta
Höfundur

Elías Arnar Nínuson & Þorsteinn Sæmundsson

Ábyrgðarmaður

Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnanna eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.

Skrá

nr_1800_924_samband-hreyfinga-a-vegstaedi-vid-siglufjardarveg-i-almenningum-og-vedurfarsthatta.pdf

Sækja skrá