PDF · september 2023
Ástands­skoð­un sprautu­steypu í nokkr­um íslensk­um veggöng­um

Árin 2021 og 2022 fór fram sýnataka á sprautusteypu í sjö veggöngum á Íslandi: Almannaskarðsgöngum, Bolungarvíkurgöngum, Breiðadals- og Botnsheiðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum, Héðinsfjarðargöngum, Hvalfjarðargöngum og Múlagöngum. Í hverjum göngum voru átta sýnatökustaðir valdir með tilliti til aðstæðna og þykkt sprautusteypu. Í þeim göngum þar sem umferðin var meiri, var ákveðið að taka sýnin í útskotum af öryggisástæðum.

Niðurstöðu athugunar benda til þess að ástand sprautusteypu í íslenskum veggöngum sé almennt nokkuð gott. Í öllum göngunum, sem skoðuð voru, var ekki að sjá að öldrun steypunnar hafi mikil áhrif á eiginleika hennar.

Ástandsskoðun spraututsteypu
Höfundur

Mannvit

Skrá

nr_1800_861_astandsskodun-sprautusteypu-i-nokkrum-islenskum-veggongum.pdf

Sækja skrá