PDF · Útgáfa 2970-160-SKY-004 /39 — 31. mars 2023
Ástand spennikapla í steypt­um brúm – áfanga­skýrsla 4

Í skýrslunni eru birtar niðurstöður mælinga á klór í yfirbyggingum fimm brúa á Vesturlandi. Einnig mælingar á steypuhulu á þeim stöðum sem sýni til saltmælinga voru tekin.

Valdar voru brýr sem standa í sjávarumhverfi en einnig brýr fjarri sjó þar sem saltáraun er aðallega frá hálkuvörnum vegarins. Niðurstöður sýna að klór er mikið í brúm sem standa í sjávarumhverfi. Það er heldur minna í brúm fjarri sjó en er samt það hátt að fylgjast þarf grannt með saltflæði í brúnum í framtíðinni

Ástand spennikapla í steyptum brúm
Höfundur

Baldvin Einarsson

Verkefnastjóri

Valur Birgisson

Skrá

nr_1800_366_astand-spennikapla-i-steyptum-brum_afangaskyrsla4.pdf

Sækja skrá