PDF · Útgáfa 2970-296-SKY-003-V01 — 30. apríl 2022
Þróun á enda­frágangi brúar­mann­virkja

Brúm án þensluraufa, þ.e. samfelldum- eða hlutasamfelldum brúm, hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi, sérstaklega fyrir brýr upp að 100 m lengd [1]. Algengasta vandamálið við endann á brúm án þensluraufa eru sprungur eða dældir í slitlaginu [1] [2]. Orsakir skemmdanna í slitlaginu geta verið margslungnar en algengastar eru niðurbrot fyllingar vegna láréttrar hreyfingar brúarenda, mismunasigs jarðvegs, veðrunarvandamála og samþjöppunar [3] [4] [5]. Í fyrri hlutum rannsóknarverkefnisins [6] [14] var endurbættur brúarendi fyrir brú með malbiksslitlagi kynntur byggt á erlendum rannsóknum og reynslu EFLU frá Noregi. Í framhaldsverkefninu var endurbætti brúarendinn aðlagaður fyrir brýr með klæðningu á aðlægum vegi og samanburðarbrý valdar í samráði við Vegagerðina til að sannreyna skilvirkni endurbætta
brúarendans. Í þessum hluta rannsóknarverkefnisins var rannsókn Gylfa og Helga [1] endurtekin, þ.e. farnar voru vettvangsferðir að sömu brúm og Gylfi og Helgi skoðuðu fyrir sex árum síðan, ástand brúarendanna var metið, viðgerðarsaga brúarendanna skoðuð og sig mælt við brúarendana. Tilgangurinn er að sannreyna hvort niðurbrot í vegfyllingum við enda brúa
án þensluraufa megi rekja til skriðs og rýrnunar á upphafsárum brúnna eða
hvort um viðvarandi vandamál sé að ræða vegna hreyfinga brúargólfsins.
Byggt á niðurstöðum vettvangsferðarinnar er vöktunaráætlunin fyrir
brýrnar á Þorskafjörð og Hornafjarðarfljót endurmetin.

Hægryðgandi stál
Höfundur

Ingvar Hjartarson, Magnús Arason

Verkefnastjóri

Guðrún Þóra Garðarsdóttir

Skrá

nr_1800_704_throun-a-endafragangi-bruarmannvirkja-til-ad-lagmarka-vidhald-vega-vid-bruarenda-afangaskyrsla3.pdf

Sækja skrá