PDF · Útgáfa 7009341-000-GRP-0002 — 31. mars 2022
Sprungu­mynd­un í grjóti í brim­vörn – Námu­rann­sókn

Grjót til sjóvarna og brimvarna við hafnir og strendur á Íslandi er unnið í grjótnámum, yfirleitt í
berglögum úr basalti sem talið er heppilegt til slíkrar vinnslu. Mikilvægt er að finna slíkt berg nálægt
grjótvarnarmannvirkjum til þess að takmarka flutningsvegalengdir. Vandamál hefur verið í gegnum
tíðina þar sem grjót á það til að springa og klofna í smærri einingar en til var ætlast eftir vinnslu að
vetrarlagi. Þetta hefur einkum gerst í eftirfarandi bergnámum: í Nónfelli í Finnafirði, við Þórshöfn, í
Hvammkotsbruna á Skaga, við Rif á Snæfellsnesi og í Hamranesi við Hafnarfjörð. Mikilvægt er að finna
orsakir vandamálsins til þess að tryggja stöðugleika og öryggi sjóvarnargarða og koma í veg fyrir dýrar
viðgerðir eftir að þeir hafa verið byggðir.

Structural analysis and modelling of a reinforced concrete bridge
Höfundur

Atli Karl Ingimarsson og Guðrún Eva Jóhannsdóttir

Ábyrgðarmaður

Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.

Skrá

nr_1800_888_sprungumyndun-i-grjoti-i-brimvorn-namurannsokn.pdf

Sækja skrá