PDF · Útgáfa Áfangaskýrsla 1 — 31. mars 2022
Notk­un valt­ara með þjöppu­mæli og stað­setn­ingar­búnaði í vega­gerð

Síðasta áratuginn eða svo hefur verið mikil þróun í mælitækni og hugbúnaði við mælingar á þjöppun í vegagerð. Hugtökin samfelld þjöppunarstjórnun (CCC) Continuous Compaction Control og snjallþjöppun eða (IC) intelligengt Compaction eru notuð yfir þessi þjöppunarkerfi. Tæknin gengur út á að mælitæki í völturum mæla stífni
jarðlaga og fyllinga samhliða því sem vinnan fer fram. Mælingarnar eru festar við nákvæma staðarákvörðun og þannig er hægt að greina og rekja hvernig ákveðin svæði í vegum hafa verið þjöppuð. Verklýsingar í vegagerð á íslandi hafa ekki verið aðlagaðar að þessari tækni, en þar hefur lengi verið miðað við handvirka skráningu á þjöppun í
völtunardagbók. Sjálfur þjöppunarmælibúnaðurinn hefur verið til staðar hjá íslenskum verktökum töluvert lengur, en það er aðeins nýverið sem hægt er að tala um að þjöppunarkerfi séu komin í notkun þar sem þessum mælingum er þá kerfisbundið haldið til haga með nákvæmri staðarákvörðun. Það er aðeins nýverið sem reynt hefur verið að skrifa inn í verklýsingar í vegagerð kröfur um samfellda þjöppunarstjórnun og þar með sérstök gæðakerfi þar að lútandi. En það er ekki nóg, þrátt fyrir að kerfin séu að nokkru leyti komin vantar mikið upp á að þekking á kerfunum og virkni þeirra sé nægjanlega góð. Einnig virðast byrjunarsjúkdómar ennþá vera að hrjá þessi kerfi sem hafa verið frekar þung í meðhöndlun og krafist mikillar þekkingar á hverjum hugbúnaði fyrir sig til að ná gögnum út úr þeim.

notkun valtara með þjöppumæli og staðsetningarbúnaði í vegagerð
Höfundur

Jón Haukur Steingrímsson

Verkefnastjóri

Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu og Sigþór Guðmundsson frá Vegagerðinni

Skrá

nr_1800_770_notkun-valtara-med-thjoppumaeli-og-stadsetningarbunadi-i-vegagerd.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu
ÚTGÁFUSAGA
NR. HÖFUNDUR DAGS. RÝNT DAGS. SAMÞYKKT DAGS.
01 Jón Haukur
Steingrímsson
31.03.22 Jónas Þór Ingólfsson 31.03.22 Jón Haukur
Steingrímsson
31.03.22
Drög í vinnslu