PDF · Útgáfa Greinargerð, 1325VG-35 — 8. apríl 2022
Hálku­varn­arsandur Forrann­sókn á korna­dreif­ingu aðsendra sýna

Þessi greinargerð er unnin vegna ábendingar sem barst til fagnefndar stoðdeildarVegagerðarinnar um afgreiðslu ábendinga, þess efnis að núgildandi markalínur Efnisgæðaritsins fyrir hálkuvarnarsand væru ekki allskostar réttar. Þessi forrannsókn bendir hins vegar til að aðsend sýni af hálkuvarnarsandi hafi flest verið innan markalína, eða að mestu leyti innan þeirra. Þó eru vísbendingar um að rýmka megi aðeins markalínurnar til að útiloka ekki notkun algengra gerða sands til hálkuvarna. Það á við um til dæmis leyfilegt magn yfirstærða (> 6 mm). Þó benda niðurstöður til þess að í sumum tilfellum væri æskilegt að vinna sandinn meira, helst með því að
harpa frá fínefni, þar sem þau eru yfir gildandi markalínum.

Hálkuvarnarsandur
Höfundur

Pétur Pétursson, stoðdeild Vegagerðarinnar

Ábyrgðarmaður

Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.

Verkefnastjóri

Birkir Hrafn Jóakimsson, tengiliður Vegagerðarinnar er Pétur Pétursson

Skrá

nr_1800_250_halkuvarnarsandur-forrannsokn-a-kornadreifingu-adsendra-syna.pdf

Sækja skrá