Verkefnið felur í sér að gera grein fyrir hvernig skal útfæra frostþíðupróf sem notuð eru fyrir steypurannsóknir þannig að þau geta verið heimfærð yfir á malbiksrannsóknir. Í verkefninu verður fjallað um þjóðir sem hafa útfært sambærilegan staðal og rannsaka hvernig er best að haga útfærslu á umræddum steypustaðli þannig að hann henti fyrir malbiksrannsóknir. Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.
Marteinn Möller
Gæðastjórar: Jón Örvar G. Jónsson, ReSource International ehf og Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir