Colas Ísland fjárfesti í nýjum tækjabúnað til rannsókna á bindiefnum árið 2020. Tækið kallast Dynamic Shear Rheometer (DSR) og er hluti af Superpave hönnunar aðferðinni sem notuð er í Bandaríkjunum í stað marshall aðferðarinnar sem notuð er í Evrópu. Í þessari skýrslu er bæði rýnt í aðferðarfræði Superpave og fræðileg umfjöllun um DSR tækið og hvernig það virkar. Þá verðar einnig gefnar upp niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á árunum 2020-2021 á biki og þjálbiki. Var bæði rannsakað frammistöðuflokkun (PG) bindiefnisins og framkvæmt próf á skrið-endurheimt (MSCR) til að meta tilhneigingu bindiefnisins til þess að afmyndast varanlega. Þá voru auk þess gerðar mælingar á hreyfiseigju þjálbiks. Eru þessar rannsóknir framkvæmdar með það í huga hvort þau bindiefni sem við erum að nota hér á landi uppfyllir þær kröfur sem þarf við íslenskar aðstæður.
Björk Úlfarsdóttir og Eyja Camille Bonthonneau, Colas á Íslandi