Verkefnið felur í sér að kanna ástand sprautusteypu í íslenskum veggöngum með tilliti til aldurs, hrörnunar (öldrunar) og þykktar. Sýnatökustaðir voru valdir út frá jarðfræðilegum aðstæðum í göngum og áætlaðri þykkt sprautusteypunnar á hverjum stað. Einnig var skoðað hvar sýni hafa voru tekin áður og metið sérstaklega hvort æskilegt sé að taka sýni á ný á sömuslóðum til samanburðar við tilsvarandi rannsóknir, sem gerðar voru árin 2003-2005 (Hvalfjarðargöng)
Benedikt Óskar Steingrímsson, Guðbjartur Jón Einarsson og Matthías Loftsson hjá Mannvit og Freyr Pálsson hjá Vegagerðinni.
Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.