PDF · Útgáfa 2970-296-SKY-002-V01 — 31. mars 2021
Þróun á enda­frágangi brúar­mann­virkja

Brúm án þensluraufa, þ.e. samfelldum- eða hlutasamfelldum brúm, hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi, sérstaklega fyrir brýr upp að 100 m
lengd [1].Algengasta sjáanlega vandamálið við brýr án þensluraufa eru sprungur eða dældir í slitlaginu við brúarenda [1], [2]. Orsakir skemmdanna í slitlaginu geta verið margslungnar en algengustu ástæðurnar eru láréttar hreyfingar brúarenda, mismunasig jarðvegs, niðurbrots- og veðrunarvandamál og
samþjöppun bakfyllingar [3] [4] [5]. Í fyrri hluta rannsóknarverkefnisins [6] var farið yfir kosti og galla samfelldra- og hlutasamfelldra brúa ásamt kynningu á tillögu að endurbættum brúarenda. Aðgerðirnar miða að því að búa til vegfyllingu við brúarendann sem getur fylgt hreyfingum brúarendans vegna hitabreytinga án þess að brotna niður og dempa áhrif frá jarðþrýstingi sem hlýst af lengingu brúargólfs. Endurbættur frágangur brúarendans nýtir m.a. frauðplast, jarðvegsdúka, malbiksstyrkingar og innspennta sigplötu. Í þessum hluta rannsóknarverkefnisins er viðhaldsþörf brúa á höfuðborgarsvæðinu með mismunandi endafrágangi borin saman, breytti brúarendinn er staðfærður á samanburðarbrýr með klæðingu sem fyrirhugað er að byggja og vöktunaráætlun samanburðarbrúnna er kynnt.

þróun á endafrágangi brúarmannvirkja
Höfundur

Ingvar Hjartarson, Magnús Arason

Verkefnastjóri

Guðrún Þóra Garðarsdóttir hjá Vegagerðinni og Magnús Arason hjá Eflu

Skrá

nr_1800_704_throun-a-endafragangi-bruarmannvirkja-til-ad-lagmarka-vidhald-vega-vid-bruarenda-afangaskyrsla2.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu
ÚTGÁFUSAGA
NR. HÖFUNDUR DAGS. RÝNT DAGS. SAMÞYKKT DAGS.
01 Ingvar Hjartarson 27.01.21 Magnús Arason 30.03.21 Magnús Arason 31.03.21
Áfangaskýrsla 2.