Í þessari rannsókn er gengið út frá því að ummyndun í sjálfu steinefninu geti haft áhrif á viðloðun steinefnis og að skaðlegar leirsteindir geti dregið verulega úr viðloðun þess. Valin hafa verið steinefni sem hafa farið í viðloðunarpróf. Markmiðið er að sjá hvort hægt er að greina skaðlegar steindir í þessum sýnum með bláma (methylene blue). Notuð verða bæði staðlað blámapróf og þunnsneiðar sem eru litaðar með bláma. Rannsóknin er á frumstigi
Hafdís Eygló Jónsdóttir Erla María Hauksdóttir Þorbjörg Hólmgeirsdóttir
Birkir Hrafn Jóakimsson: Verkefnastjóri, Hafdís Eygló Jónsdóttir: tengiliður Vegagerðarinnar