PDF · Útgáfa MPM/ofl./2020-01 — mars 2020
Veflausn með dagleg­um rennslis­spám sem bygg­ist á hlið­stæðri grein­ingu veður­gagna

Veðurstofa Íslands hefur á undanförnum árum unnið að verkefnum er snúa að flóðagreiningum vatnsfalla á Íslandi í nánu samstarfi við Vegagerðina. Upplýsingar um tíðni og stærð flóða eru nauðsynlegar hönnunarforsendur fyrir vegaframkvæmdir og úrbætur sem og fyrir mat á áhættuviðmiðum og við svæðisskipulag. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af verkefninu Daglegar rennslisspár með notkun hliðstæðrar greiningar Harmonie veðurgagna frá 2019. Í fyrra verkefni var sýnt fram á að unnt er að setja fram áreiðanlega spá um rennsli og flóð vatnsfalla með því að nota aðferðafræði sem byggir á hliðstæðri greiningu (e. analogue sorting) gagna. Aðferðin var prófuð á 13 vatnasviðum með góðum árangri þar sem spáð var fyrir um rennsli 1–5 daga fram í tímann. Í þessu verkefni er spáin útvíkkuð fyrir 20 vatnasvið og nær
nú yfir 33 vatnasvið alls, þar á meðal eitt sem er án rennslismælinga. Enn fremur var aðferðafræðin endurbætt til að unnt sé að spá betur fyrir um tímasetningu rennslistoppa. Niðurstöður eru settar fram á vefsíðu sem er uppfærð daglega með nýrri rennslisspá fyrir hvert vatnasvið.

veflausn með daglegum rennslisspám sem byggist á hliðstæðri greiningu veðurgagna
Höfundur

Morgane Priet-Mahéo, Andréa-Giorgio R. Massad, Tinna Þórarinsdóttir og Matthew J. Roberts

Ábyrgðarmaður

Framkvæmdastjóri sviðs: Jórunn Harðardóttir

Verkefnastjóri

TÞ/MJR

Skrá

1800-664-mpm_ofl_2020_01-2-.pdf

Sækja skrá