PDF · Útgáfa 2970-296-SKY-001-V01 — 30. mars 2020
Þróun á enda­frágangi brúar­mann­virkja til að lágmarka viðhald vega við brúar­enda

Samfelldar og hlutasamfelldar brýr hafa orðið vinsælli undanfarin ár vegna kostnaðarsamra og viðhaldsfrekra þensluraufa í hefðbundnum brúm [1]. Samfelldar eða hlutasamfelldar brýr eru þó ekki lausar við vandamál vegna lengdabreytinga brúargólfsins heldur hafa vandamálin aðeins breyst yfir í vandamál á milli samspils burðarvirkis og jarðvegs í stað staðbundinna vandamála þensluraufa [2]. Á Íslandi hafa samfelldir brúarendar verið notaðir fyrir lengri brýr heldur en er algengt á nágrannalöndunum [3]. Gylfi og Helgi [3] rannsökuðu skemmdir á vegyfirborði við langar samfelldar brýr á Íslandi (heildarlengd >100 m) og komust að því að íslenskar brýr eru ekki undanskildar jarðvegsburðavirkis vandamálum samfelldra brúa og þeir gátu ekki réttlætt smíði lengri samfelldra brúa á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Í þessari rannsókn er byrjað á að skoða erlendar rannsóknir á því hvað orsaki skemmdir vegyfirborðsins við brúarenda samfelldra brúa. Misjafnt er hvað sé talið helsta orsökin en hitaþenslur brúargólfsins, stigvaxandi jarðþrýstingur (e. ratcheting) og veðrunarvandamál eru meðal algengustuorsakanna. Í framhaldinu eru erlendar rannsóknir á hvernig megi koma í veg fyrir skemmdir vegyfirborðs við brúarenda samfelldra brúa og reynsla EFLU af hvernig megi minnka viðhaldsþörf samfelldra brúarenda skoðað og hvað íslenskir og erlendir staðlar og reglugerðir segja um til um hönnun brúarenda samfelldra brúa. Niðurstöður samantektarinnar benda til þess að minnka megi viðhaldsþörf samfelldra brúarenda með þremur megin aðferðum; a) auka gæðakröfur til fyllingarinnar og styrkja fyllinguna gagnvart sigi, b) nota dempandi efni við endastöpla eins og frauðplast og c) með bættri hönnun sigplötunnar og betri vatnsvörn. Út frá niðurstöðum samantektarinnar er endurbætt almennt deili á frágangi brúarenda samfelldra brúa kynnt og ráðleggingar varðandi hvað þurfi að hafa í huga við hönnun á frágangi brúarenda samfelldra brúa.

þróun á endafrágangi brúarmannvirkja.- 2020png
Höfundur

Guðmundur Valur Guðmundsson

Skrá

1800-704-throun-a-endafragangi-brua.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu
ÚTGÁFUSAGA
NR. HÖFUNDUR DAGS. RÝNT DAGS. SAMÞYKKT DAGS.
01 Ingvar Hjartarson 24.03.20 Baldvin Einarsson 25.03.20 Magnús Arason 31.03.20
Uppsetning skýrslu, heimildarvinna og reynsla frá Skaudalbrú