Í þessari skýrslu eru dregnar saman helstu niðurstöður rannsóknaverkefna um klæðingarannsóknir og úttektir á árunum 2011 til 2020 og lagt mat á þann árangur sem þessar rannsóknir hafa skilað. Verkefnin í heild sinni hafa vissulega snúið að margvíslegum rannsóknum á klæðingum og efnum sem notuð eru í klæðingar auk úttekta á klæðingum og má því segja að tímabært sé orðið að draga saman í eina skýrslu helstu niðurstöður. Það sem fjallað hefur verið um í skýrslum undanfarinna ára er af ýmsum toga og umfjöllun um helstu þætti er í viðeigandi köflum þessarar skýrslu.
Pétur Pétursson, PP-ráðgjöf, til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar,
Höfundur þessarar skýrslu ber ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður og ályktanir ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar
Samantekt rannsóknaverkefnis 2011 til 2020
(uppfærð með viðbótum frá ágúst 2020 útgáfunni)