PDF · Útgáfa MV-2019-002 — 28. febrúar 2019
Steypa í Sjávar­fallaum­hverfi, annar áfangi

Tildrög þessa verkefnis eru steypuskemmdir sem komu fram í stöplum í Borgarfjarðarbrú og í Óseyrarbrú. Yfirborðsflögnun á sérstað í stöplunum í sjávarfallabelti. Flögnunin er mest í þeim hlutum stöplanna sem eru við lægstu fjörumörk. Flögnunin minnkar þegar ofar dregur og hún er engin í efstu fjörumörkum. Engin flögnun á sér stað í steypunni fyrir neðan neðstu fjörumörk. Sýni úr yfirborði nokkura stöpla vour rannsökuð árin 1994 og 1995 á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins af undirrituðum. Steypan sem verður fyrir skemmdum er sprungin við yfirborðið, sprungurnar liggja um sementsefjuna samsíða yfirborðinu og valda því að sementsefjan flagnar smám saman af. Í sprungunum má greina útfellingar sem eru væntalega orsök flögnunarinnar. Sökum þess að sprungurnar liggja ekki í gegnum fylliefnin, þá sitja þau eftir í steypunni og standa úr út sementsefjunni
uns efjan sem heldur þeim föstum flagnar af, sjá Mynd 1. Þar sem flögnunin varmest í Borgarfjarðarbrú lágu bendijárn í yfirborð steypunnar, þannig að allt að um 30 til 50 mm höfðu flagnað af yfirborði steypunnar.

steypa í sjávarfallaumhverfi - 2019
Höfundur

Gísli Guðmundsson

Verkefnastjóri

Tengiliður verkkaupa: Helgi S. Ólafsson

Skrá

steypa-i-sjavarfallaumhverfi-annar-afangi.pdf

Sækja skrá