Brúin yfir Borgarfjörð var steypt á árunum frá 1975 til 1979. Fljótlega fór að bera á skemmdum í steyptum stöplum brúarinnar, sérstaklega í þeim hluta þeirra sem voru í og við neðri fjörumörk. Skemmdirnar lýstu sér sem flögnun í sementsefjunni og fylliefnin sátu eftir, að þeim mörkum þar til fylliefnin losnuðu frá sementsefjunni.
Steypuskemmdirnar leiddu til þess að steyptar voru kápur utan á stöplana, á árunum frá 1998 til 2010. Kápusteypan var steypt frá undirstöðum (botni) upp fyrir efri fjörumörk. Við sjónskoðun á kápusteypu í Borgarfjarðarbrú árið 2017 kom í ljós að fimm (af tólf) stöplar reyndust vera með sýnilega yfirborðsflögnun, þar af voru þrír stöplar með meiri yfirborðsflögnun en búast mátti við miðað við aldur steypunnar. Steypuskemmdir í sjávarfallaumhverfi hér á landi lýsa sér allar á svipaðan hátt, sementsefjan flagnar af og tiltölulega stór fylliefniskorn sitja eftir, uns sementefjan hefur flagnað það mikið að fylliefni missa alla festu og falla af. Þannig komu skemmdir fram í stöplum Borgarfjarðarbrúar sem og í Óseyrarbrú sér, einnig fannst vísir að slíkum skemmdum í stöplum Kolgrafarfjarðar. Skemmdir í kápusteypum í Borgarfjarðarbrú falla einnig undir þessa lýsingu. Aðal skaðvaldur í kápusteypum í stöplum 5 og 11 er myndun thaumasit í sprungum, sem veldur þenslu í yfirborði sementsefjunnar og flögnun. Flögnunin er ekki mikil og í raun töluvert minni en hefur átt sér stað í Óseyrarbrú og átti sér stað í stöplum Borgarfjarðarbrúar, auk þess sem hún er takmörkuð við fáa stöpla. Ekki er talin nein hætta á því að nota sambærilega steypu, þ.e.a.s. sjálfútleggjandi steypu í sjávarfallaumhverfi í líkingu við steypur sem notaðar voru í kápusteypur í Borgarfjarðarbrú.
Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson