PDF · Útgáfa 7RR18360 — desember 2019
Steinefna­banki Vega­gerðar­innar 2019

Skýrslan fjallar um eignastöðu Steinefnabanka Vegagerðarinnar, steinefni í kerum, í byrjun árs 2019 og hvernig og hvers vegna staða bankans hefur breyst frá síðustu skýrslu. Eign bankans er unnið steinefni úr tilteknum námum og er annars vegar um að ræða burðarlagsefni og hins vegar klæðingarefni. Bankinn er geymdur við húsnæði Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Staðsetning og heiti viðkomandi náma er sýnd á einfölduðu jarðfræðikorti. Skráningu þriggja náma hefur verið breytt frá því sem áður var. Þetta er gert til að samræmis gæti milli skráningar í Vegasjá Vegagerðarinnar og Steinefnabankanum. Magn burðalagsefna og klæðingarefna er sýnt í tveimur aðgreindum töflum. Þar er skráð magn í einstökum kerum. Fram kemur hve mikið hefur verið tekið úr hverju keri frá síðustu skýrslu og til hvaða nota, þ.e. hvaða rannsóknir hafa verið gerðar ásamt viðkomandi rannsóknarnúmerum. Skýrslunni fylgir tafla til að fylla inn í þegar steinefni er sótt í bankann.

steinefnabanki
Höfundur

Ragnar Sigurðsson

Verkefnastjóri

Gunnar Bjarnason

Skrá

steinefnabanki-2019.pdf

Sækja skrá