PDF · apríl 2019
Jarð­skjálfta­varn­ir fyrir stag­brú á Ölfusá við Efri Laugar­dæla­eyju

Á undanförnum áratugum hefur mikil þróun verið á jarðskjálftabúnaði til að verja brýr. Á
Íslandi hafa blýgúmmílegur fyrst og fremst verið notaðar í þessu sambandi og ákveðin
reynsla er komin á þær. Í þessari ritgerð er fókusinn settur á stagbrýr. Fyrst er fjallað um
hönnun erlendra stagbrúa á þekktum jarðskjálftasvæðum. Í framhaldinu er fyrirhuguð
stagbrú yfir Ölfusá við Efri Laugardælaeyju skoðuð nánar. Brúin er fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi og því er ekki sjálfsagt að blýgúmmílegur reynist ákjósanlegur kostur við
jarðskjálftavarnir. Mannvirkið verður staðsett á þverbrotabelti Suðurlands og þarf að vera
hönnuð fyrir nærsprunguáhrifum sem hafa greinst í jarðskjálftum þar. Slík áhrif einkennast
af kröftugum lágtíðni hraðapúlsi á svæðum sem liggja nálægt upptökum jarðskjálfta. Þau
er einkum hættuleg mannvirkjum með langan eiginsveiflutíma, sem er eitt af einkennum
stagbrúa. Í verkefninu voru skráðar jarðskjálftatímaraðir á Suðurlandi keyrðar á reiknilíkan
af stagbrúnni yfir Ölfusá og avinningur af notkun blýgúmmílega skoðaður. Niðurstöður
benda til þess að blýgúmmílegurnar séu skilvirkari í þveráttina heldur en í langáttina þar
sem miklar færslur brúargólfsins í langáttina valda miklu álagi á turninn.

jarðskjálftavarnir
Höfundur

Ingvar Hjartarson

Ábyrgðarmaður

Prófdómari: Guðmundur Valur Guðmundsson

Verkefnastjóri

Leiðbeinendur: Arnar Björn Björnsson og Bjarni Bessason

Skrá

jadskjalftavarnir-fyrir-stagbru-a-olfusa.pdf

Sækja skrá