PDF · apríl 2019
Heml­unar­viðnám, skil­grein­ingar og aðgerð­ir

Í malbiksútboðum síðustu ára hefur lítið verið tekið á kröfum til hemlunarviðnáms og hvaða viðbrögð skulu viðhöfð þegar nýlagður vegkafli uppfyllir ekki kröfur til viðnáms. Í þessari skýrslu er kröfur í nokkrum örðum löndum skoðaðar og hvernig tekið er á því að kafli uppfylli ekki kröfur til hemlunarviðnáms. Ekki eru til neinir alþjóðlegir staðlar þegar kemur að kröfum til hemlunarviðnáms. Þó að unnið hafi verið að því allt frá 1960. Í skýrslunni eru skoðaðar kröfur sem nokkrar aðrar þjóðir nota; Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bandaríkin og Nýja Sjáland. Viðnám yfirborðs er háð mörgum breytum sem oft er erfitt að stjórna. Mismunandi mæliaðferðir gefa ólíkar niðurstöður. Því er nauðsynlegt að skilgreina mæliaðferð áður en kröfur eru settar fram. Fyrir Vegagerðina eru allar kröfur miðaðar við veggripsmæli í hennar eigu. Áhugavert er að kröfur í Nýja Sjálandi, Bretland og Ástralía hafa svipaðar kröfur, eru frekar ítarlegar. Þar er hemlunarviðnám mælt á hverjum kafla í vegkerfinu einu sinni á ári. Lagfæringar á vegkerfi er ákvarðaðar út frá þessum mælingum. Fyrir nýlagnir er lögð meiri áherslu á grófhrýfi og PSV gildi steinefna sem notuð eru. Í Bandaríkjunum er oft litið á að með kröfum um góð steinefni séu yfirleitt hægt að tryggja gott hemlunarviðnám áður en yfirborð steinefni fægist eftir notkun. Ein skýring á minni kröfum til hemlunarviðnáms á Norðurlöndunum er notkun nagladekkja. Ætla má að nagladekk nái að viðhalda viðunnandi viðnámi á líftíma slitlags. Þessa fullyrðingu þyrfti þó að rannsaka betur og leggur skýrsluhöfundar það til. Nokkrar aðferðir eru til að auka hemlunarviðnám. Þær krefjast þó allar sérstaks tækjabúnaðar sem hafa takmarkað notagildi umfram að auka hemlunarviðnám á slitlagi. Skýrsluhöfundur telur ekki vera grundvöll hér á landi til að vera með svoleiðis tæki til staðar á meðan vandamálið er ekki stærra en það er í dag. Í Nýja Sjálandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur verkkaupi leyfi til að neita taka við kafla ef hann uppfyllir ekki kröfur. Alla vega á Norðurlöndunum hafa menn reynt að draga það í lengstu lög þar sem hemlunarviðnám hefur yfirleitt jafnað sig áður en kemur að öðrum aðgerðum. Oft má rekja lélegt hemlunarviðnám á nýlögn til blæðinga á yfirborði. Það ástand stendur yfirleitt yfir þangað til umferð hefur náð að fjarlægja bik úr yfirborði. Í köflum sem ekki uppfylla kröfur strax eftir útlögn hafa Danir leyst málið á einfaldan máta. Þeir hafa látið verktakann setja upp skilti sem vara við hálku og athugað ástandið eftir um 2-3 mánuði. Yfirleitt hefur það dugað og ekki þurft að grípa til frekari aðgerða. Skýrsluhöfundur leggur til að í útboðslýsingum Vegagerðarinnar séu settar fram
svipaðar kröfur.

Niðurstaða skýrslunnar er að ekki ætti ekki að hrófla við núverandi kröfum til hemlunarviðnáms en fylgjast ætti vel með þróun alþjóðlegra staðla. Einnig ætti að fara í rannsóknir þar sem þróun hemlunarviðnáms er skoðað við íslenskar aðstæður.

Hemlunarviðnám, skilgreiningar og aðgerðir
Höfundur

Hallvarður Vignisson

Ábyrgðarmaður

Yfirfarið og samþykkt af Árni Jónsson og Guðmundur H. Hallgrímsson

Verkefnastjóri

Umsjón verkkaupa: Þórir Ingason Vegagerðinni, Tengilður innan Vegagerðarinnar Birkir Hrafn Jóakimsson

Skrá

hemlunarvidnam-skilgreiningar-og-adgerdir.pdf

Sækja skrá